Fjórða og siðasta mótið í októbermótaröðinni verður haldið næsta sunnudag. Mótin eru sem fyrr haldin til styrktar þeim unglingum sem hyggja á æfingaferð í vor. Veðurspáin fyrir helgina er nokkuð góð og ef að líkum lætur verður leikið inn á sumarflatir og þá í síðasta skipti þetta haust. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta, taka 9 holur og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Mótið er eins og öll hin sjálfstætt mót, ásamt því að telja til stiga í heildarkeppninni (sjá eldri fréttir af mótaröðinni). Í mótslok verða svo veitt verðlaun bæði fyrir mótið og fyrir flest stig í heildarkeppninni.