Frábær hreinsunardagur að baki

Nesklúbburinn

Það voru á annað hundrað félagsmenn sem mættu á árlegan hreinsunardag Nesklúbbsins í frábæru veðri á Nesvellinum í dag.  Flest verkefnin sem fyrir lágu voru kláruð þar sem meðal annars var borið á skálann, frágangur við nýmalbikaða stíga kláraður, mön við æfingasvæðið var þökulögð, rusl týnt af vellinum og svo margt, margt fleira.  Það er aldrei of oft sagt að sjálboðavinna félaga klúbbsins á þessum degi er bæði klúbbnum og vellinum ómetanleg og var ákaflega gaman að sjá hversu margir félagar létu sjá sig í dag.

Að vinnu lokinni var svo slegið upp pylsuveislu á pallinum og í framhaldinu leikið níu holu texas-scramble mót fyrir þá sem vildu þar sem rúmlega 80 félagar tóku þátt.

Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

1. sæti – Hinrik Þráinsson og Halldór Bragason – 29 högg nettó
2. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson og Þorsteinn Þorsteinsson – 30 högg nettó
3. sæti – Gísli Jón Magnússon og Guðmundur KR. Jóhannesson – 32 högg nettó