Lokadagur Öldungabikarsins var leikinn í gær þar sem Gauti Grétarsson stóð uppi sem sigurvegari. Öldungabikarkeppnin var haldið í annað skiptið en mótið samanstendur af sex umferðum leikið eftir Monrad kerfi. Gauti vann alla sína leiki og í öðru sæti var Hinrik Þráinsson með 5 vinninga og Eggert Eggertsson í þriðja sæti með 4,5 vinning, Gunnlaugur Jóhannsson var svo í fjórða sæti með jafn marga vinninga.
Sigurður B. Oddsson varð hástökkvari mótsins en hann byrjaði í 31 sæti samkvæmt forgjöf en náði 13 sæti í lokinn.
Mótið var haldið í samstarfi við Icelandair sem gaf ferðavinninga í verðlaun.