Góður árangur í sveitakeppnunum

Nesklúbburinn

Það hefur verið mikið að gera hjá kylfingum Nesklúbbsins í sveitakeppnum undanfarnar tvær helgar.  Helgina 6.-8. ágúst spiluðu A-sveitir klúbbsins, konurnar í 1. deild í keflavík og karlarnir í 2. deild í Vestmannaeyjum.  Nú liðna helgi lék svo öldungasveit kvenna í 1. deild á Hellishólum og drengjasveit 15. ára og yngri á Hellu.  Næstu helgi fer svo síðasta sveitakeppnin fram þar sem að öldungasveit karla mun leika í 1. deild í Öndvarðarnesi.  Árangur sveitanna sem búnar eru að keppa varð eftirfarandi:

A-sveit kvenna: 5. sæti
A-sveit karla: 4. sæti
öldungasveit kvenna: 4. sæti
Drengjasveit 15 ára og yngri: 5. sæti