Nú styttist í Meistaramótið og lýkur skráningu í mótið núna á fimmtudaginn. Eins og félagsmenn vita nú vonandi flestir voru gerðar töluverðar breytingar á golfreglunum síðastliðinn vetur. Svo við getum komið betur undirbúin í Meistaramótið ætlum við að bjóða upp á stutta yfirferð á bæði nokkrum af nýju reglunum og staðarreglunum í mótinu. Fundurinn verður í golfskálanum á fimmtudagskvöldið kl. 19.30.
Þetta verður bara stutt og á léttu nótunum þar sem verður farið yfir nokkrar af helstu breytingunum og svo verður opnað fyrir spurningar.
Mótanefnd.