Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins sem um leið markar upphaf nýs tímabils á Nesvellinum verður haldinn laugardaginn 3. maí næstkomandi. Venju samkvæmt hefst hreinsunin klukkan 10.00 og stendur til 12.00. Fjölmörg verkefni liggja fyrir, m.a. að tyrfa á nokkrum stöðum, bera á skálann og æfingaskýlið og margt fleira. Í hádeginu verður svo pylsupartý á pallinum fyrir alla þá sem tóku þátt í morgunverkunum. Um kl. 13.00 hefst svo hreinsunarmótið þar sem leiknar verða 9 holur eftir texas-scramble fyrirkomulagi. Opnað verður inn á teiga og sumarflatir og gefst félagsmönnum þvi kostur á að leika völlinn í öllu sínu veldi þennan dag í fyrsta skipti á árinu.
Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta tímanlega og taka þátt í skemmtilegum degi.