Hreinsunardagurinn á laugardaginn

Nesklúbburinn

Hinn árlegi hreinsunardagur sem um leið er formleg opnun vallarins og veitingasölunnar á hverju ári verður haldinn laugardaginn 4. maí.  Það verður nóg á verkefnalistanum þennan daginn og er það því von okkar að flestir hafi tök á að mæta eins og undanfarin ár.

Starfsfólk frá 66° norður verður á staðnum í hádeginu og mun kynna fyrir áhugasömum félagsmönnum fatnað merktan Nesklúbbnum sem mun vera til sölu í sumar.

Á eftir hreinsun og sígildri pylsuveislu í hádeginu verður svo þeim sem að tóku þátt í hreinsuninni boðið að taka þátt í 9 holu Texas scramble golfmóti. 

Ómetanlegt starf hefur á þessum degi verið unnið fyrir klúbbinn í gegnum tíðina. Næg verkefni liggja fyrir þetta skiptið og eru því allir klúbbmeðlimir hvattir til þess að mæta eigi síðar en 09.45.

Í tilefni dagsins ætla Höddi og félagar í veitingasölunni að bjóða upp á kaffi og kleinur á milli kl. 09.00 og 10.00