Eins og félagsmönnum er nú vonandi kunnugt um opnaði Nesklúbburinn nýja inniaðstöðu á 3. hæðinni á Eiðistorgi fyrir vetraræfingar rétt fyrir jól. Þar er frábær aðstaða, búin bestu tækjum og tólum sem völ er á í dag og mun hún vonandi nýtast félagsmönnum og öðrum sem mest og best til þess að stunda æfingar yfir vetrarmánuðina.
En nú vantar nafn á aðstöðuna. Sjórn klúbbsins hefur ákveðið að leita til félagsmanna og fá frá þeim hugmyndir að góðu og viðeigandi nafni. Áhugasamir sendi tillögu sína á netfangið nkgolf@nkgolf.is eigi síðar en 31. desember nk.
Viðkomandi aðili sem kemur með hugmyndina að nafninu sem valið verður mun hljóta 5 tíma gjafakort í golfherminn og þá verður líka dregið úr öllum innsendum tillögum um 3 tíma gjafakort í golfherminn.