Jónsmessan 2012 – skráning hafin

Nesklúbburinn

Hið árlega JÓNSMESSUMÓT fer fram laugardaginn 23. júní næstkomandi.  Spilaðar verða að vanda 9 spennandi ÞRAUTAR-BRAUTIR.  Lukku púttholan verður á sínum stað, fullt af sprenghlægilegum holustaðsetningum og öðru skemmtilegu.  Í fyrra var gríðarlega gaman og stefnan að sjálfsögðu að bæta um betur í ár og gera þetta ómótstæðilegt.  Mótið er fyrst og fremst til gamans gert og er opið öllum meðlimum klúbbsins, nýjum sem gömlum og byrjendum sem lengra komnum.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, aukaþraut  á 8. braut, skrautlegasta golfklæðnaðinn auk þess sem dregið verður úr skorkortum.

HAPPY HOUR hefst kl. 16.00 og verður dregið í holl og ræstu út af öllum teigum kl. 17.00.

VERÐ:

Mót og matur: kr. 4.500

Eingöngu mót: kr. 2.500

Eingöngu matur kr. 3.300

Skráning er hafin á töflunni í skálanum þar sem einnig má fá nánari upplýsingar eða í síma: 561-1930