Kick-off fundur NK-kvenna

Nesklúbburinn

Kæru NK-konur!

Við í kvennanefnd klúbbsins viljum bjóða sumarið velkomið og hefja starf okkar með ykkur á léttum nótum þann 5. maí nk. 

Þann dag kl. 18 er ætlunin að safnast saman í klúbbhúsinu okkar, snæða léttan kvöldverð, Austurlensk kjúklingasúpa með brauði og salati að hætti Veislunnar, kr. 1.820.-. Við förum í gegnum helstu þætti kvennastarfsins, fyrirkomulag þess og viðburði sumarsins . Einnig verður farið yfir staðarreglur vallarins hvort sem er við spilun og eða í keppni.  Á staðnum verða aðilar sem kynna valdar golffatalínur og aukahluti. 

Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á vettvang til að koma saman, kynnast og sameinast um kröftugt spilasumar.  Við bjóðum nýja meðlimi klúbbsins sérstaklega velkomna.  Eina sem við þurfum að gera er að taka þátt, vera með.. og hafa gaman!   

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á netfangið kvennanefnd@nkgolf.is

Við hlökkum til að sjá ykkur allar

Bestu kveðjur,
Kvennanefndin
Bryndís, Fjóla, Hildur og Tóta.