Kristín Erna Gísladóttir gleymir sennilega seint öðru kvennamótinu sem fór fram á Nesvellinum á þriðjudaginn. Strax á annarri holu fór hún nefninlega holu í höggi sem átti eftir að leiða til góðs fyrir framhaldið því Kristín lék hringinn á 83 höggum, fékk 41 punkt og sigraði mótið glæsilega. Önnur holan hlýtur að vera í miklu uppáhaldi hjá Kristínu Ernu því þann 1. júní 2010 fór hún einnig holu í höggi á þeirri braut. Þetta var í fyrsta skipti sem kylfingur fer holu í höggi á Nesvellinum þetta árið en í fyrra fóru 10 kylfingar holu í höggi á vellinum sem er það mesta á einu ári hingað til. Helstu úrslit í kvennamótinu voru annars eftirfarandi:
18 holur:
1. sæti – Kristín Erna Gísladóttir – 41 punktur
2. sæti – Ragna Ingólfsdóttir – 40 punktar
3. sæti – Karlotta Einarsdóttir – 36 punktar
9 holur:
1. sæti – Magndís María Sigurðardóttir – 23 punktar
2. sæti – Emma María Krammer – 18 punktar
3. sæti – Ellen Rut Gunnarsdóttir – 17 punktar
Besta skor á 18 holum: Karlotta Einarsdóttir – 77 högg
Nánari úrslit má sjá á golf.is