Á morgun þriðjudaginn 26. maí fer annað mótið á mótaröð NK-kvenna fram. Eins og venjulega er bara að mæta, skrá sig og greiða kr. 1.000 í kassanum góða í veitingasölunni og hefja síðan leik. Allar NK-konur hvattar til að mæta.
Úrslit í síðasta móti urðu eftirfarandi:
18 holur
1. sæti: Þuríður Halldórsdóttir – 33 punktar
2. sæti: Valdís Arnórsdóttir – 30 punktar
3. sæti: Oddný Rósa Halldórsdóttir – 29 punktar
9 holur:
1. sæti: Emma María Krammer – 20 punktar
2. sæti: Jóhanna Guðnadóttir – 18 punktar
3. sæti: Rannveig Laxdal Agnarsdóttir – 17 punktar
Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín í veitingasölunni