Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára. Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu kl. 19.45. Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á:
Lambalæri með Bernaise og villisvepparjóma
Grilluð kjúklingalæri Oriental
Sætkartöflumauk með pekanhnetum
Snöggsteikt Rótargrænmeti
Ferskt sumarsalat
Kaffi og konfekt
Mætum öll, gerum upp Meistaramótið og eigum saman frábæra kvöldstund í góðum félagsskap.
Verð aðeins kr. 4.900.-
Skráning fer fram á skrifstofunni, í síma 561-1930 eða á nkgolf@nkgolf.is
Það verður takmarkað sætaframboð og verður tekið við skráningum til kl. 19.00 föstudagsins 6. júlí, þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.
ATH: Verðlaunahafar í Meistaramótinu eru sérstaklega hvattir til að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu