Meistaramót 2015 – fimmtudagur

Nesklúbburinn

Það var talað um í gær að blásið hafi á kylfinga, en það var lítill vindur miðað við það sem beið kylfinga í dag. Meðal vindhraði í morgun var um 13 metrar á sekúndu og kylfingar tókust á við erfiðar aðstæður. Skorið var þó gott miðað við aðstæður og greinilega vanir kylfingar á ferð sem þekkja völlinn og aðstæður. 

 

2. flokkur karla:

Í öðrum flokki karla eru Gylfi Geir Guðjónsson og Róbert Vinsent Tómasson jafnir í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á 170 höggum samtals. Sverrir Briem er þriðji á 171 höggi, Þorkell Helgason fjórði á 173 höggum og Davíð Kristján Guðmundsson og Ásmundur Guðni Haraldsson jafnir í fimmta sæti á 175 höggum. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 – 2 Gylfi Geir Guðjónsson 82 88     170 26
1 – 2 Róbert Vinsent Tómasson 87 83     170 26
3 Sverrir Briem 81 90     171 27
4 Þorkell Helgason 86 87     173 29
5 – 6 Davíð Kristján Guðmundsson 88 87     175 31
5 – 6 Ásmundur Guðni Haraldsson 86 89     175 31

1. flokkur kvenna:

Erla Ýr Kristjánsdóttir heldur forystu fyrir lokahringinn í 1. flokki kvenna. Erla á sjö högg á Áslaugu Einarsdóttir sem er önnur. Sigríður Hafberg er þriðja, Ragna Kristín Guðbrandsdóttir fjórða og Erla Pétursdóttir fimmta. Spennandi barátta framundan á lokahringnum á morgun. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Erla Ýr Kristjánsdóttir 83 95 95   273 57
2 Áslaug Einarsdóttir 88 93 99   280 64
3 Sigríður Hafberg 93 92 100   285 69
4 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir 88 95 103   286 70
5 Erla Pétursdóttir 91 98 102   291 75

Meistaraflokkur kvenna:

Karlotta Einarsdóttir heldur forystu eftir annan hring, en Karlotta á þrjú högg á Helgu Kristínu Einarsdóttur sem er önnur. Þriðja er Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, Ragna Björg Ingólfsdóttir er fjórða og Matthildur María Rafnsdóttir fimmta. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Karlotta Einarsdóttir 71 80     151 7
2 Helga Kristín Einarsdóttir 73 81     154 10
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 80 85     165 21
4 Ragna Björg Ingólfsdóttir 89 89     178 34
5 Matthildur María Rafnsdóttir 90 89     179 35

1. flokkur karla:

Fyrsti flokkur karla lét vindinn ekkert á sig fá í dag og spiluðu kylfingar eins og aðstæður væru með besta móti. Hallur Dan Johansen er efstur þegar keppni er hálfnuð og er með fjögurra högga forskot. Valur Kristjánsson og Kristján Björn Haraldsson eru jafnir í öðru sæti, Eiður Ísak Broddason er fjórði og Árni Muggur Sigurðsson fimmti. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Hallur Dan Johansen 78 77     155 11
2 Valur Kristjánsson 81 78     159 15
3 Kristján Björn Haraldsson 78 81     159 15
4 Eiður Ísak Broddason 79 81     160 16
5 Árni Muggur Sigurðsson 80 84     164 20

Meistaraflokkur karla: 

Ólafur Björn Loftsson spilaði vel í dag og kom inn á 68 höggum. Ólafur Björn er þar með í forystu og með þriggja högga forskot á Odd Óla Jónasson. Nökkvi Gunnarsson er þriðji, Þórarinn Gunnar Birgisson fjórði og Dagur Jónasson fimmti. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D3 Alls Mismunur
1 Ólafur Björn Loftsson 72 68     140 -4
2 Oddur Óli Jónasson 70 73     143 -1
3 Nökkvi Gunnarsson 74 70     144 0
4 Þórarinn Gunnar Birgisson 75 76     151 7
5 Dagur Jónasson 72 80     152 8

Drengjaflokkur 15 – 18 ára: 

Óskar Dagur Hauksson er með örugga forystu fyrir lokahringinn í drengjaflokki 15 – 18 ára. Óskar spilaði frábæran hring í dag og var á 76 höggum. Sigurður Örn Einarsson er annar og Sveinn Rúnar Másson þriðji. 

Staða Kylfingur   Alls
D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Óskar Dagur Hauksson 80 81 76   237 21
2 Sigurður Örn Einarsson 82 88 91   261 45
3 Sveinn Rúnar Másson 83 90 90   263 47
4 Sveinn Þór Sigþórsson 89 88 87   264 48

Á morgun ráðast úrslit í tveimur flokkum. Veðurguðirnir virðast ætla að bjóða upp á svipaðan vind á morgun og ljóst að allt getur gerst í báðum flokkum. Vonandi verður þó eitthvað minni vindur og kylfingar geta sýnt sínar sparihliðar.