Meistaramót 2015 – föstudagur – úrslit og staða

Nesklúbburinn

Í dag föstudag fór fram næst síðasti dagur meistaramóts 2015. Veðrið var betra í dag en í gær, en þó fengu kylfingar að glíma við allar tegundir af veðri – allt frá roki og rigningu til logns og sólskins. 

Í morgun spiluðu meistaraflokkar sinn þriðja hring sem og fyrsti flokkur karla. Þá réðust úrslit hjá drengjaflokki 15 – 18 ára. Eftir hádegi spilaði annar flokkur karla sinn þriðja hring og úrslit réðust í fyrsta flokki kvenna. 

Sjá úrslit í dag og stöðu fyrir lokadaginn hér að neðan. 

 

Meistaraflokkur kvenna: 

Karlotta Einarsdóttir er með sjö högga forystu fyrir lokahringinn í meistaraflokki kvenna. Karlotta er á níu höggum yfir pari samtals eftir þrjá hringi og á sjö högg á núverandi klúbbmeistara, Helgu Kristínu Einarsdóttur. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir er þriðja, Ragna Björg Ingólfsdóttir fjórða og Þyrí Valdimarsdóttir fimmta. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Karlotta Einarsdóttir 71 80 74   225 9
2 Helga Kristín Einarsdóttir 73 81 78   232 16
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 80 85 83   248 32
4 Ragna Björg Ingólfsdóttir 89 89 85   263 47
5 Þyrí Valdimarsdóttir 86 97 83   266 50

Meistaraflokkur karla: 

Ólafur Björn Loftsson er með góða forystu fyrir lokahringinn, en hann á níu högg á Odd Óla Jónasson sem er annar. Nökkvi Gunnarsson er þriðji, höggi á eftir Oddi Óla. Steinn Baugur Gunnarsson er fjórði og Dagur Jónasson fimmti. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Ólafur Björn Loftsson 72 68 66   206 -10
2 Oddur Óli Jónasson 70 73 72   215 -1
3 Nökkvi Gunnarsson 74 70 72   216 0
4 Steinn Baugur Gunnarsson 75 77 76   228 12
5 Dagur Jónasson 72 80 77   229 13

1. flokkur karla: 

Spennan er mikil í 1. flokki karla fyrir lokahringinn. Valur Kristjánsson og Eiður Ísak Broddason eru jafnir í efsta sæti á 235 höggum samtals. Hallur Dan Johansen er þriðji á 237 höggum, Kristján Björn Haraldsson fjórði og Hinrik Þráinsson fimmti. Spennandi keppni framundan á morgun laugardag. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 – 2 Valur Kristjánsson 81 78 76   235 19
1 – 2 Eiður Ísak Broddason 79 81 75   235 19
3 Hallur Dan Johansen 78 77 82   237 21
4 Kristján Björn Haraldsson 78 81 82   241 25
5 Hinrik Þráinsson 82 86 75   243 27

Drengjaflokkur 15 – 18 ára – úrslit: 

Úrslit réðust í drengjaflokki 15-18 ára í dag. Óskar Dagur Hauksson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa verið í forystu alla dagana. Óskar vann öruggan sigur en hann spilaði á 315 höggum samtals. Sveinn Rúnar Másson varð annar á 341 höggi samtals og Sigurður Örn Einarsson þriðji.  

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Óskar Dagur Hauksson 80 81 76 78 315 27
2 Sveinn Rúnar Másson 83 90 90 78 341 53
3 Sigurður Örn Einarsson 82 88 91 88 349 61

2. flokkur karla: 

Í öðrum flokki karla er mikil spenna fyrir lokahringinn sem fyrr. Gylfi Geir Guðjónsson er með sex högga foystu fyrir lokahringinn en fá högg skilja menn að í næstu sætum á eftir. Róbert Vinsent Tómasson er annar á 258 höggum, höggi betri en Davíð Kristján Guðmundsson sem er þriðji. Fjórði er Sverrir Briem, þremur höggum á eftir Davíð og Þorkell Helgason fimmti, höggi á eftir Sverri. Spennandi barátta framundan á lokahringnum á morgun. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Gylfi Geir Guðjónsson 82 88 82   252 36
2 Róbert Vinsent Tómasson 87 83 88   258 42
3 Davíð Kristján Guðmundsson 88 87 84   259 43
4 Sverrir Briem 81 90 91   262 46
5 Þorkell Helgason 86 87 90   263 47

1. flokkur kvenna – úrslit: 

Í fyrsta flokki kvenna vann Erla Ýr Kristjánsdóttir nokkuð öruggan sigur, en hún hélt forystu frá fyrsta hring. Hörð barátta var um annað sætið þar sem hin unga og stór efnilega Ragna Kristín Guðbrandsdóttir hafði betur gegn Áslaugu Einarsdóttur á lokahringnum. Tvö högg skildu að lokum þær stöllur að, en Ragna spilaði á 373 höggum samtals og Áslaug á 375 höggum samtals.

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Erla Ýr Kristjánsdóttir 83 95 95 85 358 70
2 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir 88 95 103 87 373 85
3 Áslaug Einarsdóttir 88 93 99 95 375 87