Meistaramót 2015 – mánudagur

Nesklúbburinn

Þriðji dagur meistaramóts fór fram í dag mánudag. Annar og þriðji flokkur kvenna og þriðji og fjórði flokkur karla spiluðu næst síðasta hringinn og ljóst að mikil keppni verður á morgun um verðlaunasæti. Þá hóf drengjaflokkur leik í dag. 

 

3. flokkur karla:

Í þriðja flokki karla leiðir Friðþjófur A Árnason fyrir lokahringinn á 267 höggum samtals. Friðþjófur á eitt högg á Ólaf Sigurðsson sem er annar en stutt er í næstu menn. Eggert Sverrisson er þriðji, tveimur höggum á eftir Ólafi, Kári Indriðason er fjórði og Ólafur Ingi Ólafsson fimmti. Spennandi lokahringur framundan þar sem allt getur gerst.

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls
1 Friðþjófur A Árnason 91 90 86   267
2 Ólafur Sigurðsson 86 91 91   268
3 Eggert Sverrisson 88 87 95   270
4 Kári Indriðason 92 88 93   273
5 Ólafur Ingi Ólafsson 89 92 93   274


4. flokkur karla: 
Í fjórða flokki karla er einnig mikil spenna fyrir lokahringinn. Þar er spiluð punktakeppni og er Kristján Albert Óskarsson efstur eftir þrjá hringi á samtals 108 punktum, en Kristján skaust í efsta sætið með flottum hring í dag, en hann spilaði á 40 punktum. Lárus Guðmundsson er annar á 107 punktum og Þorgeir J Andrésson og Arnar Bjarnason jafnir í þriðja sæti á 104 punktum samtals. Það er mikil spenna í fjórða flokki fyrir lokahringinn og ljóst að margir geta stolið sigri með góðum lokahring. 

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4
1 Kristján Albert Óskarsson 34 34 40   108
2 Lárus Guðmundsson 39 39 29   107
3 – 4 Þorgeir J Andrésson 37 36 31   104
3 – 4 Arnar Bjarnason 39 36 29   104
5 – 6 Hannes Ottósson 28 34 40   102
5 – 6 Kristján T Sigurðsson 31 43 28   102


3. flokkur kvenna: 
Í þriðja flokki kvenna leiðir Sonja Hilmars fyrir lokahringinn á samtals 113 punktum. Sonja á 10 punkta á Sólrúnu Sigurðardóttur sem er önnur sem á aftur 10 punkta á Steinunni Svansdóttur og Guðrúnu Gyðu Sveinsdóttur sem eru jafnar í þriðja sæti. Hörkukeppni framundan á lokadeginum!

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4
1 Sonja Hilmars 40 35 38   113
2 Sólrún Sigurðardóttir 37 36 30   103
3 – 4 Steinunn Svansdóttir 29 33 31   93
3 – 4 Guðrún Gyða Sveinsdóttir 34 34 25   93
5 Ragnhildur Gottskálksdóttir 23 38 30   91


2. flokkur kvenna: 
Í öðrum flokki kvenna er Hulda Bjarnadóttir með góða forystu fyrir lokahringinn, en Hulda hefur spilað hringina þrjá á 290 höggum samtals. Hulda er níu höggum betri en Valdís Arnórsdóttir sem er önnur. Guðlaug Guðmundsdóttir er þriðja og Magnea Vilhjálmsdóttir fjórða.  

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Hulda Bjarnadóttir 99 95 96   290 74
2 Valdís Arnórsdóttir 98 96 105   299 83
3 Guðlaug Guðmundsdóttir 99 106 115   320 104
4 Magnea Vilhjálmsdóttir 108 109 118   335 119


Drengjaflokkur: 

Drengjaflokkur hóf leik í dag en þar taka þátt sex strákar. Orri Snær Jónsson er efstur eftir fyrsta hring en hann spilaði á 88 höggum. Þremur höggum á eftir Orra er Stefán Gauti Hilmarson og þriðji er Kartan Óskar Karitasarson á 99 höggum. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 Alls Mismunur
1 Orri Snær Jónsson 88     88 16
2 Stefán Gauti Hilmarsson 91     91 19
3 Kjartan Óskar Karitasarson 99     99 27

Það er æsispennandi dagur framundan á morgun þriðjudag þegar úrslit ráðast í fjórum flokkum, en mjótt er á munum í flestum þeirra. Drengjaflokkur heldur áfram keppni og tveir nýir flokkar hefja keppni, þannig að það verður líf og fjör á Nesvellinum.