Þriðji dagur meistaramóts fór fram í dag mánudag. Annar og þriðji flokkur kvenna og þriðji og fjórði flokkur karla spiluðu næst síðasta hringinn og ljóst að mikil keppni verður á morgun um verðlaunasæti. Þá hóf drengjaflokkur leik í dag.
3. flokkur karla:
Í þriðja flokki karla leiðir Friðþjófur A Árnason fyrir lokahringinn á 267 höggum samtals. Friðþjófur á eitt högg á Ólaf Sigurðsson sem er annar en stutt er í næstu menn. Eggert Sverrisson er þriðji, tveimur höggum á eftir Ólafi, Kári Indriðason er fjórði og Ólafur Ingi Ólafsson fimmti. Spennandi lokahringur framundan þar sem allt getur gerst.
Staða | Kylfingur | Dagar | Alls | |||
D1 | D2 | D3 | D4 | Alls | ||
1 | Friðþjófur A Árnason | 91 | 90 | 86 | 267 | |
2 | Ólafur Sigurðsson | 86 | 91 | 91 | 268 | |
3 | Eggert Sverrisson | 88 | 87 | 95 | 270 | |
4 | Kári Indriðason | 92 | 88 | 93 | 273 | |
5 | Ólafur Ingi Ólafsson | 89 | 92 | 93 | 274 |
4. flokkur karla:
Í fjórða flokki karla er einnig mikil spenna fyrir lokahringinn. Þar er spiluð punktakeppni og er Kristján Albert Óskarsson efstur eftir þrjá hringi á samtals 108 punktum, en Kristján skaust í efsta sætið með flottum hring í dag, en hann spilaði á 40 punktum. Lárus Guðmundsson er annar á 107 punktum og Þorgeir J Andrésson og Arnar Bjarnason jafnir í þriðja sæti á 104 punktum samtals. Það er mikil spenna í fjórða flokki fyrir lokahringinn og ljóst að margir geta stolið sigri með góðum lokahring.
Staða | Kylfingur | Dagar | Alls | |||
D1 | D2 | D3 | D4 | |||
1 | Kristján Albert Óskarsson | 34 | 34 | 40 | 108 | |
2 | Lárus Guðmundsson | 39 | 39 | 29 | 107 | |
3 – 4 | Þorgeir J Andrésson | 37 | 36 | 31 | 104 | |
3 – 4 | Arnar Bjarnason | 39 | 36 | 29 | 104 | |
5 – 6 | Hannes Ottósson | 28 | 34 | 40 | 102 | |
5 – 6 | Kristján T Sigurðsson | 31 | 43 | 28 | 102 |
3. flokkur kvenna:
Í þriðja flokki kvenna leiðir Sonja Hilmars fyrir lokahringinn á samtals 113 punktum. Sonja á 10 punkta á Sólrúnu Sigurðardóttur sem er önnur sem á aftur 10 punkta á Steinunni Svansdóttur og Guðrúnu Gyðu Sveinsdóttur sem eru jafnar í þriðja sæti. Hörkukeppni framundan á lokadeginum!
Staða | Kylfingur | Dagar | Alls | |||
D1 | D2 | D3 | D4 | |||
1 | Sonja Hilmars | 40 | 35 | 38 | 113 | |
2 | Sólrún Sigurðardóttir | 37 | 36 | 30 | 103 | |
3 – 4 | Steinunn Svansdóttir | 29 | 33 | 31 | 93 | |
3 – 4 | Guðrún Gyða Sveinsdóttir | 34 | 34 | 25 | 93 | |
5 | Ragnhildur Gottskálksdóttir | 23 | 38 | 30 | 91 |
2. flokkur kvenna:
Í öðrum flokki kvenna er Hulda Bjarnadóttir með góða forystu fyrir lokahringinn, en Hulda hefur spilað hringina þrjá á 290 höggum samtals. Hulda er níu höggum betri en Valdís Arnórsdóttir sem er önnur. Guðlaug Guðmundsdóttir er þriðja og Magnea Vilhjálmsdóttir fjórða.
Staða | Kylfingur | Dagar | Alls | ||||
D1 | D2 | D3 | D4 | Alls | Mismunur | ||
1 | Hulda Bjarnadóttir | 99 | 95 | 96 | 290 | 74 | |
2 | Valdís Arnórsdóttir | 98 | 96 | 105 | 299 | 83 | |
3 | Guðlaug Guðmundsdóttir | 99 | 106 | 115 | 320 | 104 | |
4 | Magnea Vilhjálmsdóttir | 108 | 109 | 118 | 335 | 119 |
Drengjaflokkur:
Drengjaflokkur hóf leik í dag en þar taka þátt sex strákar. Orri Snær Jónsson er efstur eftir fyrsta hring en hann spilaði á 88 höggum. Þremur höggum á eftir Orra er Stefán Gauti Hilmarson og þriðji er Kartan Óskar Karitasarson á 99 höggum.
Staða | Kylfingur | Alls | ||||
D1 | D2 | D3 | Alls | Mismunur | ||
1 | Orri Snær Jónsson | 88 | 88 | 16 | ||
2 | Stefán Gauti Hilmarsson | 91 | 91 | 19 | ||
3 | Kjartan Óskar Karitasarson | 99 | 99 | 27 |
Það er æsispennandi dagur framundan á morgun þriðjudag þegar úrslit ráðast í fjórum flokkum, en mjótt er á munum í flestum þeirra. Drengjaflokkur heldur áfram keppni og tveir nýir flokkar hefja keppni, þannig að það verður líf og fjör á Nesvellinum.