Vikuna 30. júní – 7. júlí fer fram á Nesvellinum 49. Meistaramót Nesklúbbsins. Mót sem þetta er árlegur viðburður í öllum klúbbum landsins. Mótin taka mislangan tíma hjá hverjum klúbbi þó flest séu þau haldin í sömu vikunni. Sökum þessa er Nesvöllurinn eingöngu opinn félagsmönnum dagana 30. júní – 3. júlí þegar leik lýkur á hverjum degi. Frá og með miðvikudeginum 4. júlí er völlurinn lokaður fyrir allan golfleik að undanskyldu mótinu sjálfu og opnar aftur um kl. 19.00 laugardaginn 7. júlí.
Nesklúbburinn minnir félagsmenn sína á vinavelli klúbbsins og þá um leið að hafa með sér pokamerki og félagsskírteini þegar á þá velli er haldið.