Meistaramót: Úrslit og staða í lok dags 12. júlí

Nesklúbburinn

Mikill vindur setti svip sinn á daginn hjá kylfingum í dag föstudag. Kalt var í veðri en bjart á milli og hlýnaði þegar sólin náði að brjótast í gegnum skýin. Úrslit réðust í tveimur flokkum og fjórir flokkar léku sinn næstsíðasta hring.

Úrslit í drengjaflokki og 1. flokki kvenna sem og stöðuna í meistaraflokkum karla og kvenna og 1. og 2. flokki karla má sjá hér að neðan:

Drengjaflokkur 15 – 18 ára – úrslit: 

    D1 D2 D3 D4 Samtals
1 Eiður Ísak Broddason 94 74 76 84 328
2 Gunnar Geir Baldursson 82 84 81 84 331
3 Eggert Rafn Sighvatsson 82 89 84 86 341

1. flokkur kvenna – úrslit:

    D1 D2 D3 D4 Samtals
1 Erla Ýr Kristjánsdóttir 90 92 90 86 358
2 Sigrún Edda Jónsdóttir 89 96 87 90 362
3 Oddný Rósa Halldórsdóttir 91 93 93 97 374

Staðan í lok dags 12. júlí, fyrir lokahring á laugardag:

Meistaraflokkur kvenna:

Það er óvenju mikil spenna í meistaraflokki kvenna þetta árið. Margfaldur klúbbmeistari Karlotta Einarsdóttir er í forystu fyrir lokahringinn, en hún á eitt högg á Helgu Kristínu Einarsdóttur sem er önnur. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir er í þriðja sæti. 

    D1 D2 D3 Samtals
1 Karlotta Einarsdóttir 77 87 79 243
2 Helga Kristín Einarsdóttir 82 80 82 244
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 88 87 86 261
4 Áslaug Einarsdóttir 97 89 93 279
5 Ágústa Dúa Jónsdóttir 92 100 95 287

Meistaraflokkur karla:

Ólafur Björn Loftsson er með níu högga forystu fyrir lokahringinn í meistaraflokki karla. Nökkvi Gunnarsson er í öðru sæti og á átta högg á Odd Óla Jónasson í þriðja sæti.

    D1 D2 D3 Samtals
1 Ólafur Björn Loftsson 68 70 68 206
2 Nökkvi Gunnarsson 73 71 71 215
3 Oddur Óli Jónasson 87 64 72 223
4 Steinn Baugur Gunnarsson 74 75 79 228
5 – 6 Dagur Jónasson 77 75 78 230
5 – 6 Rúnar Geir Gunnarsson 74 75 81 230

1. flokkur karla:

Mikil spenna er í 1. flokki karla og er mjótt á munum. Þórður Ágústsson er efstur fyrir lokahringinn, en hann er með tveggja högga forystu á Skúla Friðrik Malmquist sem er annar. Skúli á aftur tvö högg á Kristinn Arnar Ormsson sem er þriðji og tveimur höggum lakari en Kristinn er Arngrímur Benjamínsson. Spennandi lokahringur framundan í 1. flokki karla þar sem allt getur gerst. 

    D1 D2 D3 Samtals
1 Þórður Ágústsson 79 73 81 233
2 Skúli Friðrik Malmquist 84 75 76 235
3 Kristinn Arnar Ormsson 81 78 78 237
4 Arngrímur Benjamínsson 80 79 80 239
5 Kristinn Karl Jónsson 78 83 84 245

2. flokkur karla:

Friðrik Jón Arngrímsson er í forystu í 2. flokki karla fyrir lokahringinn. Friðrik er með fimm högga forystu á Þorstein Guðjónsson sem er annar. Þorkell Helgason er þriðji en stutt er í næstu menn, Róbert Vinsent Tómasson og Ásgeir Guðmund Bjarnason. Mikil spenna framundan á lokahringnum.  

    D1 D2 D3 Samtals
1 Friðrik Jón Arngrímsson 87 83 84 254
2 Þorsteinn Guðjónsson 82 89 88 259
3 Þorkell Helgason 89 92 85 266
4 Róbert Vinsent Tómasson 90 85 92 267
5 Ásgeir Guðmundur Bjarnason 87 93 89 269

Það verður gaman að fylgjast með lokasprettinum og hvetjum við fólk til að koma og horfa á okkar bestu kylfinga ljúka leik. Gera má ráð fyrir að meistaraflokkur kvenna ljúki leik milli fjögur og fimm á laugardag og 1. flokkur karla og meistaraflokkur karla í beinu framhaldi af því.