Meistaramótið 2012 hafið

Nesklúbburinn

Í blíðskaparveðri á slaginu sjö í morgun var fyrsta höggið í 49. meistaramóti Nesklúbbsins slegið. Þar var að verki Pétur Ívarsson keppandi í fjórða flokki karla sem ásamt Sigurði Nordal var í fyrsta ráshópi mótsins. Þeir leiddu góðan hóp kylfinga en alls hefst keppni í sjö flokkum í dag.