Nesklúbburinn nýtur þeirra forréttinda að hafa öðlinginn Guðmund Kr. Jóhannesson ljósmyndara í Nærmynd innan sinna vébanda. Guðmundur er óþreytandi við að fylgjast með starfi klúbbsins og lífi kylfinga og annarra fugla á vellinum og festa með frábærum hætti í stafrænan minningasjóð.
Með því að heimsækja heimasíðu Nærmyndar hér má skoða fjöldan allan af myndum frá meistaramótinu í ár, og frá öðrum atburðum í starfi Nesklúbbsins á undanförnum árum.
Guðmundur býður félögum að kaupa vandaðar útprentanir af myndum á afar hagstæðu verði.