Næst síðasta púttmótið á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Síðasta sunnudag var það Gunnlaugur Jóhannsson sem sigraði í púttmótinu á 29 höggum.  Gulli var jafn Birki Rafnssyni en með betri seinni 9 holurnar.  Í þriðja sæti var svo Gauti Grétarsson á 30 höggum.

Næsta sunnudag verður næst síðasta púttmót vetrarins.  Eins og undanfarna sunnudaga fá allir að leika tvo 18 holu hringi gegn aðeins kr. 500 þátttökugjaldi til að taka þátt í mótinu og er það betri hringurinn sem telur.  Þennan sunnudag verður einnig haldin „næstur holu“ keppni.  Þannig fá allir þeir sem að taka þátt í púttmótinu tvö högg í golfherminum á einni af þeim stórkostlegu par 3 holum sem golfhermirinn býður uppá. Þess má geta að holan er um 100 metra löng og er því um að gera að taka með sér kylfu við hæfi.

Þess ber að geta að hvert mót er sjálfstætt, þ.e. veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á hverjum sunnudegi.  Ásamt verðlaununum vinna þeir sömu kylfingar sig inn í lokamótið sem haldið verður í framhaldi af síðasta púttmótinu þann 10. mars.

Þeir sem hafa unnið sig inn í lokamótið nú þegar eru eftirfarandi:

Arnar Friðriksson
Eyjólfur Sigurðsson
Gauti Grétarsson
Gunnlaugur Jóhannsson
Gunnar H. Pálsson
Haukur Óskarsson
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Hörður Felix Harðarson
Margrét Mjöll Benjamínsdóttir
Ólafur Marel Árnason
Rafn Hilmarsson