Ömmumót NK og GR

Nesklúbburinn

Ömmumót  GR-NK verður haldið á Grafarholtsvelli mánudaginn 19.  ágúst. Ræst er út á öllum teigum kl.9:00, mæting kl.8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 36. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni. Leikið verður í þremur flokkum.

Flokkarnir eru eftirfarandi: 

59 ára og yngri ömmur.

69 ? 60 ára ömmur

70 + ömmur. 

Veitt verða nándarverðlun á:

2.braut

6.braut

11.braut 

Lengsta drive á 3 braut og næst holu í 2 höggi á 18 braut. 

Dregið verður úr skorkortum þeirra sem engin verðlaun hafa fengið. 

Mótsgjald er kr. 6.500, innifalið er léttur hádegisverður.

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera amma og í öðrum hvorum klúbbnum.

Skráning hefst mánudaginn 12. ágúst kl 10 á www.golf.is