Opna LAUNDROMAT mótið var haldið á Nesvellinum í dag og voru tæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks þessu glæsilega móti. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í bæði punktakeppni og höggleik án forgjafar en ekki var hægt að vinna til verðlaun í báðum flokkum. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 brautum og urðu helstu úrslit í mótinu eftirfarandi:
PUNKTAKEPPNI:
1. sæti: Friðþjófur A. Árnason, NK – 41 punktur
2. sæti: Elsa Nielsen, NK – 39 punktar
3. sæti: Örn Baldursson, NK – 37 punktar
HÖGGLEIKUR:
1. sæti: Haukur Óskarsson, NK – 70 högg
2. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 72 högg
3. sæti: Haukur Jónsson, NK – 74 högg
NÁNDARVERÐLAUN:
2./11. braut: Haukur Jónsson, NK – 87,5cm frá holu
5./14. braut: Bragi Benediktsson, GO – 1,93 metra frá holu