Opnunartími:
Opnunartímum inniaðstöðunnar á Eiðistorgi sem nú brátt hlýtur nafn hefur verið breytt lítillega. Á meðan að æfingar krakka og unglinga á vegum klúbbsins fara fram verður aðstaðan lokuð öðrum. Þetta á þó EKKI við um golfherminn sem er opinn öllum hvenær sem er á milli kl. 13.00 og 23.00 og er hægt að bóka tíma í hann inni á þessari slóð:https://teamup.com/ksaf638e6bd68ecfde
Æfingarnar eru á eftirtöldum tímum:
Mánudagar á milli kl. 17.00 og 19.30
Miðvikudagar á milli kl. 16.30 og 18.00
Fimmtudagar á milli kl. 17.00 og 20.00
Púttmót:
Í vetur verða haldin púttmót fyrir félagsmenn á hverjum sunnudegi fram í apríl á milli kl. 11.00 og 13.00. Fyrsta mótið fer fram næstkomandi sunnudag, þann 8. janúar. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverju móti fyrir sig en einnig verða veitt verðlaun í samanlagðri keppni. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram heldur bara að mæta og er Þátttökugjald aðeins kr. 500.- í hvert mót.
Nánari útlistun á púttmótunum verður birt á nkgolf.is nú í vikunni.
Nafn á inniaðstöðuna:
Á milli jóla og nýárs óskaði stjórn klúbbsins eftir tillögum að nafni á nýju inniaðstöðuna. Félagsmenn brugðust eins og ávallt vel við kallinu og alls bárust 67 tillögur að nafni. Á næstu dögum verður unnið úr listanum og aðstöðunni gefið nafn við fyrsta tækifæri.