Eins og áður hefur komið fram verður konukvöld Nesklúbbsins haldið á morgun, föstudaginn 7. mars. Glæsilega dagskrá kvöldsins má sjá á heimasíðu klúbbsins nkgolf.is. Enn eru nokkrir miðar lausir og því enn möguleiki fyrir þær konur að mæta og taka þátt í frábæru kvöldi sem ekki hafa enn skráð sig.
Skráning á nkgolf@nkgolf.is eða í síma: 561-1930