Það verður magnað púttmót á sunnudaginn í Risinu eins og alla aðra sunnudaga. Láttu þetta ekki framhjá þér fara og láttu sjá þig.
Hægt er að hefja leik í púttmótinu á milli kl. 11.00 – 13.00 og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta, taka einn pútthring og fá sér kaffisopa. Þátttökugjald aðeins kr. 500.-
Verðlaun fyrir efstu sætin í bæði karla- og kvennaflokki í púttmótinu eru:
1. sæti: Klukkutími í golfherminum og hálftími í Flightscope höggnemanum
2. sæti: Klukkutími í golfherminum
3. sæti: hálftími í Flightscope höggnemanum