Púttmót og opnunartími í Risinu um páskana

Nesklúbburinn

Nú mæta allir á sunnudaginn í síðasta púttmótið fyrir páska í Risinu.  Eins og venjulega er það bara að mæta einhverntíman á milli kl. 11.00 og 13.00 og kostar einungis kr. 500 að taka þátt.  

Um páskana verður lokað í Risinu frá og með 29. mars til og með 1. apríl.

Þeir félagsmenn sem eru að geyma golfsettin sín í Risinu og hyggjast nota þau yfir páskana er því bent á að sækja þau eigi síðar en miðvikudaginn 28. mars.