Síðasta kvennamótið á morgun

Nesklúbburinn

Á morgun, þriðjudaginn 27. ágúst fer síðasta hefðbundna kvennamót okkar NKkvenna fram.  Næsta þriðjudag eða þann 3. september fer svo fram Lokamót NKkvenna og byrjar skráning í það á morgun og um að gera að skrá sig sem fyrst. 

Það væri gaman að við myndum mæta sem flestar í þetta síðasta mót okkar á morgun og eins og venjulega bara mæta þegar ykkur hentar, skráið ykkur (fyrir hring) í kassanum góða í veitingasölunni og borgið þátttökugjald kr. 1.000 með seðlum.

Sjáumst hressar á morgun,

Fjóla, Bryndís og Elsa