Skráning á krakkanámskeiðin hefst á morgun

Nesklúbburinn

Skráning á krakkanámskeiðin hefst á morgun, miðvikudaginn 2. maí kl. 09.00.  Námskeiðin eru fyrir alla krakka á aldrinum 8 – 14 ára og er markmiðið að kenna undirstöðuatriðin í golfíþróttinni.  Námskeiðið kostar kr. 12.000 á hvern krakka og er innifalið í því gjaldi daglegur nestispakki sem inniheldur rúnstykki með skinku og osti, ávaxtasafa og ferska ávexti.  Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda meðal krakka og unglinga undanfarin ár og færri komist að en viljað.  Það er því um að gera að skrá áhugasama sem fyrst í síma 561-1930 eftir kl. 09.00 á morgun.