Skráningu í Jónsmessuna lýkur á morgn

Nesklúbburinn

Jónsmessan 2019 verður haldin á Nesvellinum núna á föstudaginn.  Þetta er náttúrulega bara gaman og því um að gera að mæta.  Skráningu lýkur á morgun, fimmtudag kl. 17.00.

Í þessu móti er það hvorki getan né metnaðurinn sem ræður ríkjum heldur er það gleðin og góða skapið.  Ræst verður út af öllum teigum kl. 19.00 og verður þessu öllu startað með happy-hour á pallinum frá kl. 17.30.

Leikið verður eftir texas-scramble fyrirkomulagi á léttu nótunum þar sem margt verður brallað, m.a. afbrigðilegar holustaðsetningar, nándarverðlaun á  9. braut, lukku-púttholan og margt, margt fleira.

Að sjálfsögðu verður þema eins og venjulega og nú er það klassískt HATTAÞEMA.  Sérstök verðlaun verða veitt fyrir skrautlegasta höfuðfatið. 

Að móti loknu verður svo standandi hlaðborð að hætti Hödda og Mario ásamt lafuléttri verðulaunaafhendingu.

Skráning og allar nánari upplýsingar á golf.is