Farið verður til Novo Sancti Petri í Andalúsiu á Spáni. Um er að ræða vikuferð frá 6. til 13. apríl.
Verð kr. 219.900 miðað við gistingu í tvíbýli. Einstaklingsherbergi á
239.900.
Innifalið er flug, flugvallarskattar, rútur til og frá flugvelli, gisting
á 4 stjörnu hóteli með hálfu fæði + allt innifalið á bar og veitingastað
eftir kl 18.00 á kvöldin. Ótakmarkað golf alla daga nema brottfarardag, rástímar á frá 8:50 til 10:00 alla dagana.
Við munum svo flétta inn í þetta skemmtilega dagskrá,
Dagskráin sem að enn er í mótun verður lauslega á þessa leið. Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Það verður að sjálfsögðu ekki skyldumæting í neina viðburði og fólk velur bara úr eins og hverjum og einum hentar.
6. apríl – möguleiki á 9. holu spili eftir innritun á hótel
7. apríl – frjálst golf – AimPoint námskeið eftir hádegi fyrir þá sem að vilja
8. apríl – punktakeppni – golfkennari til taks á púttflöt eftir hádegi fyrir þá sem að hafa spurningar um AimPoint.
9. apríl – frjálst golf – Stöðvaþjálfun í stuttaspilinu eftir hádegi.
10. apríl – Texas Scramble mót – golfkennari til taks við púttflöt fyrir þá sem að hafa spurningar um stuttaspilið. Um kvöldið verður svo hópferð í bæinn út að borða fyrir þá sem vilja.
11. apríl – dregið í holl – Konugolf eftir hádegi
12. apríl – Ryder keppni – Sameiginlegur kvöldverður og lokahóf.
13. apríl – brottför
Skráning í ferðina og nánari upplýsingar er hjá Hauki (860-1358 haukur@nkgolf.is) og Nökkva (893-4022 nokkvi@nkgolf.is)
Novo Sancti Petri golfsvæðið
Novo Sancti Petri golfsvæðið er í Andalúsíu á Spáni við strönd Atlantshafsins. Á ströndinni eru glæsilegir golfvellir við hæfi allra kylfinga, æfingasvæði og nýuppgert fjögurra stjörnu hótel með líkamsrækt. Novo Sancti Petri er draumur hvers kylfings því það samanstendur af snilldarlega hönnuðu golfsvæði með tveimur 18 holu keppnisvöllum, stuttum æfingaholum og fullkomnu æfingasvæði, hóteli, líkamsrækt og strönd, allt á sama stað.
Fyrir þá sem vilja prófa aðra golfvelli eru meira en 14 glæsilegir golfvellir í næsta nágrenni. Þeir sem vilja skoða meira en golfvelli hafa úr nægu að velja því aðeins er 30 mínútna akstur til borgarinnar Jerez og 15 mín. til hinnar sögufrægu borgar Cadiz og fleiri bæja þar sem frábært er að njóta mannlífsins og menningarinnar.
Golfvellirnir
Novo Sancti Petri golfsvæðið býður upp á mikla fjölbreytni. Tveir 18 holu golfvellir sem skiptast í strandbrautir, hefðbundnar skógarbrautir, vatnabrautir og brautir sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir Atlantshafið. 27 af 36 brautum eru hannaðar af snillingnum Severiano Ballesteros og er Novo Sancti Petri fyrsti völlurinn sem hann hannaði, síðan þá hefur hann hannað marga fræga velli.
Æfingasvæðið er mjög gott og er þar mikið pláss sem býður upp á bæði gras og mottur. Á æfingasvæðinu eru minni svæði fyrir löng og stutt vipp, sandgryfjuhögg og einnig eru þar góð púttsvæði. Stuttar æfingabrautir eru einnig á svæðinu. Klúbbhúsið er rúmgott og vinalegt og öll önnur aðstaða er til fyrirmyndar.
Hotel Iberostar Royal Andalus ****
Þetta 4ra stjörnu hótel er staðsett á frábærum stað við Atlantshafsströndina. Á hótelinu eru 413 herbergi á 3 hæðum. Fjölbreytt aðstaða og þjónusta er á hótelinu, s.s. stórar setustofur, hársnyrting, fundarherbergi, líkamsrækt, snarl-bar, kaffitería og veitingastaðir.
Á 60.000 fm. svæði eru tvær stórar sundlaugar, barnalaugar, aðstaða til slökunar og sólbaða. Við hótelið er glæsileg baðströnd og á hótelinu er hægt að leigja strandsólbekki. Einnig er þarna fjölbreytt tómstunda- og íþróttaaðstaða í boði, bæði á hótelinu og í nágrenninu.