Unglingastarf Nesklúbbsins hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Heldur fleiri drengir hafa þó sótt æfingar og vill stjórn klúbbsins því bjóða upp á frekara starf fyrir stelpur. Ein af yfirlýstum stefnum Golfsambands Íslands er að virkja fleiri stúlkur og konur til golfiðkunar og ætlum við að leggja okkar af mörkum.
Því ætlum við að bjóða upp á stelpugolf sem felur í sér reglubundnar æfingar. Allar stelpur á aldrinum 9-13 ára eru velkomnar, óháð því hvort að þær séu í klúbbnum eða ekki.
Matthildur María Rafnsdóttir sem er ein af fremstu kylfingum Nesklúbbsins og hefur verið leiðbeinandi á golfleikjanámskeiðum klúbbsins til fjölda ára mun hafa yfirumsjá með æfingunum.
Aðaláhersla á æfingunum verður að kynna golfíþróttina fyrir stelpum á skemmtilegan hátt og hjálpa þeim þannig að stíga sín fyrstu skref í golfi.
Verði verður stillt í hóf fyrir þessar æfingar og mun verða veittur 50% afsláttur af hefðbundnum æfingagjöldum klúbbsins.
Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu klúbbsins eða með því að smella hér