Í framhaldi af glæstri frammistöðu Ólafs Björns Loftssonar í vikunni þar sem hann sigraði á fyrra stigi úrtökumóts fyrir Opna breska meistaramótið mun þurfa að færa styrktarmótið sem halda átti í næstu viku aftur um einn dag. Með sigrinum vann Ólafur sér inn þátttökurétt á lokaúrtökumótinu sem fram fer þriðjudaginn 1. júlí og að sögn Ólafs sem er fullur tilhlökkunar verða þar m.a. kempur á borð við Retief Goosen og Rory Sabbatini.
Styrktarmótið Ólafs sem fram átti að fara miðvikudaginn 2. júlí eins og áður var auglýst hefur því verið fært aftur um einn dag eða til fimmtudagsins 3. júlí. Mótið verður nánar auglýst strax eftir helgi.