Texas-Scramble innanfélagsmótið fór fram á Nesvellinum í dag. Líklegt má telja að veðrið hafi haft töluverð áhrif á skráningu í mótið enda voru ekki nema 32 kylfingar skráðir í mótið. Leikinn var höggleikur með forgjöf þar sem lögð var saman forgjöf beggja leikmanna og deilt í með 5. Gunnar Gíslason var líklega maður mótsins en fyrir utan að sigra höggleikinn með Hinriki Þráinssyni var hann einnig næstur holu á báðum par þrjú holunum. Annars voru helstu úrslit eftirfarandi:
1. sæti – Hinrik Þráinsson og Gunnar Gíslason – 65 högg
2. sæti – Þorsteinn Guðjónsson og Bjargey Aðalsteinsdóttir – 68 högg
3. sæti – Friðrik J. Arngrímsson og Sindri Friðriksson – 69 högg
Nándarverðlaun:
2./11. hola – Gunnar Gíslason – 1,09 Metra frá holu
5./14. hola – Gunnar Gíslason – 4,30 Metra frá holu