Upplýsingagjöf vegna samkomubanns

Nesklúbburinn

Vegna fyrirmæla frá ÍSÍ og sérsamböndum hefur Nesklúbburinn ákveðið að engar barna- og unglingaæfingar verði í Risinu á morgun, mánudaginn 16. mars. Það er gert vegna endurskipulagninga á því hvernig framhaldinu verður háttað á æfingum barna og unglinga á næstu dögum og vikum.

Á morgun mánudag verður Risið opið á milli kl. 17.00 og 21.00.

Við ítrekum það til félagsmanna um að virða þau fyrirmæli að allir hafi um 2 metra á milli sín í æfingum og reyna að deila ekki búnaði með öðrum.

Frekari tilkynning um opnunartíma og æfingaáætlun barna- og unglingastarfs verður gefin út á heimasíðunni þriðjudaginn 17. mars.