Síðasta hefðbundna golfmót sumarsins, Draumahringurinn – Eclectic fór fram í fínu veðri á Nesvellinum í dag. Draumahringurinn er mót sem er í gangi yfir allt sumarið þar sem besta skor hvers kylfings á hverri holu, í fyrirframákveðnum mótum, safnast saman í hinn eina sanna draumahring (sjá nánar á forsíðu nkgolf undir draumahringurinn). Í dag var svo síðasti möguleiki kylfinga á að bæta sig á einhverjum holum og þar með að reyna að sigra sinn forgjafarflokk.
Tveir kylfingar náðu í dag að bæta sig í draumahringnum sem gaf þeim á endanum sigur í þeirra forgjafarflokki. Stefán Örn Stefánsson bætti sig um þrjú högg í dag og sigraði í forgjafarflokki IV. Stefán og Gunnar Jóakimsson voru jafnir á 70 höggum en Stefán Örn var með betri seinni níu holurnar. Dagur Jónasson bætti sig um tvö högg og skaust upp fyrir Kristinn Arnar Ormsson sem var í fyrsta sæti fyrir daginn í dag. Dagur endaði draumahringinn á 56 höggum.
Í mótinu sjálfu í dag var einnig leikin punktakeppni og var í mótslok verðlaunaafhending þar sem veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í mótinu í dag ásamt fyrir sigur í hverjum forgjafarflokki fyrir sig í draumahringnum.
Helstu úrslit í mótinu í dag voru eftirfarandi:
Nándarverðlaun:
2./11. hola – Oddur Óli Jónasson, 1,67M
5./14. hola – Sigurður B. Oddssson, 1,72M
Punktakeppni:
1. sæti – Oddur Óli Jónasson – 38 punktar
2. sæti – Stefán Örn Stefánsson – 37 punktar
3. sæti – Ragna Björg Ingólfsdóttir – 36 punktar
4. sæti – Dagur Jónasson – 34 punktar
5. sæti – Jóhannes G. Benjamínsson – 34 punktar
Úrslit í forgjafarflokkum draumahringsins urðu eftirfarandi:
Forgjafarflokkur I – Nökkvi Gunnarsson, 52 högg
Forgjafarflokkur II – Dagur Jónasson, 56 hög
Forgjafarflokkur III – Arnar Friðriksson, 64 högg
Forgjafarflokkur IV – Stefán Örn Stefánsson, 70 högg
Forgjafarflokkur V – Lárus Guðmundsson, 80 högg