Úrslit í fjórða púttmótinu

Nesklúbburinn

Fjórða púttmót vetrarins fór fram síðasta sunnudag.  Í karlaflokki sigraði Eyjólfur Sigurðsson á 29 höggum og í kvennaflokki var það Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir sem sigraði á 31 höggi.  Það voru tvær konur jafnar á 31 höggi en eftir útreikninga var það Áslaug Dóra sem bar sigur úr býtum.  

Aukaverðlaunin þennan sunnudaginn hlaut Grímheiður Jóhannsdóttir.

Sigurvegarar geta sótt vinningana hjá Hjalta í Risinu.