Það var vægast sagt ótrúleg þátttaka í fyrsta kvennamótinu í gær þegar 86 konur í klúbbnum tóku þátt. Mótið hefur nú verið fært inn á Golfbox en þar sem að enn átti eftir að uppfæra einhverjar forgjafir og það gerist ekki fyrr en á miðnætti í kvöld munum við ekki staðfesta úrslit fyrr en á morgun.
Úrslit eins og þau liggja fyrir núna má sjá á golf.is/mótaskrá
Kveðja,
Elsa, Fjóla og Bryndís