Opna Úrval-Útsýn mótið fer fram á Nesvellinum á laugardaginn og fer srkáning nú fram á golf.is. Frábærir vinningar í boði fyrir efstu sætin í báðum flokkum en leikfyrirkomulagið er 18 holu höggleikur án forgjafar og 18 holu punktakeppni með forgjöf.
Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.
Hámarksforgjöf gefin í mótinu: Karlar 24 og konur 28 Verðlaun:
Punktakeppni:
1. sæti – 80.000 kr. gjafabréf frá Úrval-Útsýn
2. sæti – 35.000 kr. gjafabréf frá Úrval-Útsýn
3. sæti – 25.000 kr. gjafabréf frá Úrval-Útsýn
Höggleikur:
1. sæti – 80.000 kr. gjafabréf frá Úrval-Útsýn
2. sæti – 35.000 kr. gjafabréf frá Úrval-Útsýn
3. sæti – 25.000 kr. gjafabréf frá Úrval-Útsýn
Nándarverðlaun:
2./11. hola – 10.000 kr. gjafabréf frá A4
5./14. hola – 10.000 kr. gjafabréf frá A4
Sigurvegari mótsins í höggleik getur unnið sér inn sæti í hinu árlega EINVÍGI Á NESINU (SHOOT-OUT) mótinu sem fer fram á frídegi Verslunarmanna.
Skráningu lýkur föstudaginn 28. júní kl. 18.00.
Mótsgjald kr. 4.000