Samið hefur verið við Veisluna um að taka að sér rekstur veitingasölunnar í skálanum í sumar. Eins og flestir vita er Veislan fyrirtæki sem starfar á Seltjarnarnesi og er mjög vel kynnt í bæjarfélaginu.
Forsvarsmenn fyrirtækisins líta björtum augum til vorsins og ætla sér að gera golfskálann að vinsælu kaffihúsi jafnt fyrir kylfinga, bæjarbúa og aðra gesti.