Með lækkandi sól styttist senn í endalok góðs golfsumars þetta tímabilið. Golfskálinn og veitingasalan verða opin þegar viðrar til golfleiks út september, en munu formlega loka eftir Bændaglímuna sem haldin verður laugardaginn 27. september. Af gefinni reynslu eru það vinsamleg tilmæli til félagsmanna sem hafa verið í reikningsviðskiptum í veitingasölunni, að bíða ekki með það fram á síðastu daga að standa skil á skuldum sínum þar sem opnunartímar geta verið breytilegir þegar líða tekur á mánuðinn.