Vorhátíð Nesklúbbsins á laugardaginn

Nesklúbburinn

Vorhátíð Nesklúbbsins fer fram á svæði golfklúbbsins núna á laugardaginn á milli kl. 13.00 og 15.00 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.  Þar munu félagar klúbbsins leggjast á eitt um að gera heimsóknina sem skemmtilegasta ásamt því sem gestir munu geta fræðst jafnt um dásemdir golfsins og náttúrunnar, kynnst bæði hinu fljúgandi fuglalífi og sumum þeim furðufuglum sem vita ekkert skemmtilegra en að eltast við hvíta kúlu og fá fugl.

Glæsilegt blað var gefið út í tilefni dagsins og kom það út í dag.  Blaðið er 12 síður sem ber yfirskriftina „það er gaman í golfi“ og er það kynningarblað klúbbsins um frábært áhugamál fyrir alla aldurshópa.  Blaðið verður í dag og kvöld borið út í öll hús á Seltjarnarnesi.

Dagskrá Vorhátíðarinnar:

Börn og fullorðnir munu fá að reyna sig í golfi:

*  Golftilsögn í æfingaskýlinu
*  Pútt- og vippæfingar á stóru nýju púttflötinni
*  Keppni fyrir alla um að fara stóra holu í höggi!

Allt þetta verður undir öryggri stjórn reyndra félaga.

Vélakostur klúbbsins verður til sýnis, pylsur og svaland drykkir fyrir börnin og kaffi handa fullorðnum ásamt lifandi tónlist.

Við vonumst til að sjá sem flesta því það er aldrei of snemmt og aldrei of seint að kynnast gleðinni sem golfinu fylgir.