Vot tilþrif á meistaramóti

Nesklúbburinn

Jóakim Þór Gunnarsson var ekki á því að taka víti á þriðju braut á fyrsta degi meistaramóts, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður og heldur meira vatn en kylfingar eiga að venjast. Jóakim lét þessar aðstæður ekki á sig fá heldur tók til sinna ráða og sló upp úr tjörninni eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sjá tilþrifin á meðfylgjandi myndum.

Jóakim hefur leikið vel í mótinu og er í öðru sæti í sínum flokki fyrir lokahringinn.