Golfleikjanámskeið 2024
Nesklúbburinn býður upp á golfleikjanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-14 ára, óháð því hvort að þau séu meðlimir í Nesklúbbnum eða ekki. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli.
Æskilegt er að þeir krakkar sem eiga kylfur taki þær með sér og noti á námskeiðunum. Klúbburinn lánar þó kylfur fyrir þá sem ekki eiga án endurgjalds.
Hvert námskeið er í viku í senn.
Yfirumsjón með námskeiðunum er í höndum Magnúsar Mána Kjærnested Golfkennara Nesklúbbsins og með honum eru fjöldi leiðbeinenda á hverju námskeiði.
Námskeið 2024
Námskeið 1. 12.-16. júní kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 2. 19.-23. júní kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 3. 26.-30. júní kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 4. 10.-14. júlí kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 5. 17.-21. júlí kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 6. 24.-29. júlí kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 7. 31. júlí -4. ágúst kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 8. 8.-11. ágúst kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)*
Námskeið 9. 14.-18. ágúst kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Verð á fimm daga námskeið er kr.17.000.- pr. námskeið.
*Gjald fyrir fjögurra daga námskeið er kl. 13.500.- pr. námskeið.
Innifalið í gjaldinu er nestispakki sem inniheldur hvern dag:
Rúnstykki með skinku og osti, ávaxtadrykkur og ávextir.
Opnað verður fyrir skráningu á golfleikjanámskeið Nesklúbbsins miðvikudaginn 10. maí kl. 09.00 og fer skráningin fram í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/nesklubburinn
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda á netfangið steinn@nkgolf.is eða hringja í síma 823-7606