Gæðahandbók Nesklúbbsins var gefin út árið 2021 og er ætlað að vera leiðarvísir í markvissu starfi félagsins. Markmið handbókarinnar er að ná til sem flestra þátta í starfi félagsins og gera þeim góð skil og vera tæki til stjórnunar og samræmingar á skipulagi og þjálfun.
Notkun gæðahandbókarinnar mun stuðla að fagmennsku í starfi félagsins, samvinnu og samheldni almennra félagsmanna og afreksfólks, öflugri vinnu í átt að framtíðarmarkmiðum, útbreiðslu upplýsinga um starfið í félaginu og þróun íþróttastarfsins í heild.
Hægt er að sjá gæðahandbók Nesklúbbsins með því að smella hér.