Staðfesting á Rástíma

Nauðsynlegt er að staðfesta rástíma á Nesvellinum áður en byrjað er að spila.  Það er gert með því að fara inn í appið og bera símann upp að QR-kóðanum sem blasir við á skjánum sem staðsettur er inni í skála.  Nánar tiltekið í holinu fyrir framan skrifstofuna.  Til þess að geta staðfest rástímann í gegnum appið þarftu að hafa „stafrænt kort“ sem þú gerir með því að:
1. fara inn í appið
2. Smella á Forsíðan mín
3. Velja þar Stafrænt kort
4. Þá poppar upp gluggi sem spyr hvort að þú heimilir að nota myndavélina – þar þarf að smella á „allow“
5, Þá ætti að koma á símann þinn „skannaðu QR-kóða“ og þú berð símann upp að skjánum í skálanum til að staðfesta rástímann

Hægt er að staðfesta rástíma með allt að 60 mínútna fyrirvara og í síðasta lagi einni mínútu fyrir tímann.

Ef þú lendir í vandræðum til að byrja með ekki hika við að leita aðstoðar á skrifstofu sem opin er alla virka daga á milli kl. 09.00 og 17.00.