Mótaskrá 2018

Nesklúbburinn

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við mótaskrá Nesklúbbsins.  Búið er að ná samningum við flesta styrktaraðila og verður mótaskráin að öllu óbreyttu með svipuðu sniði og 2017.  Vonast er til þess að klára þessa vinnu eins fljótt og auðið er í febrúar og verður hún svo birt hér á síðunni og á golf.is.

Þess má geta að Meistaramót klúbbsins verður haldið vikuna 30. júní – 7. júlí.