Einnarkylfukeppni NK kvenna á þriðjudaginn

Nesklúbburinn

Þriðjudaginn 12. júní verður Einnarkylfukeppni NK-kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: 

Mæting er kl.17:30  

Ræst verður út  á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur.

Skráning hefst fimmtudaginn 7. júní kl. 08:00  á www.golf.is og lýkur á miðnætti mánudaginn  11. júní.  Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9-16 í síma 561-1930.  Athugið að dregið verður í holl.

Að móti loknu verður verðlunafhending og kvöldverður í golfskálanum.

Verðlaun eru fyrir 1. ? 3. Sæti, tveir forgjafaflokkar, nándarverðlaun á báðum par 3 brautum og lengsta upphafshögg á fyrstu braut.

Þátttökugjald í mót, gleði  & kvöldverð er kr. 4.000.-

Hlökkum til að sjá ykkur,
Bryndís, Elsa og Fjóla

Ps. Við viljum einnig minna ykkur á stórviðburðinn á mánudaginn þegar að Annika Sörenstam, eitt stærsta nafnið í kvennagolfsögunni heldur golfsýningu á Nesvellinum.  Við mætum að sjálfsögðu allar þangað.