Golfsýning Anniku Sörenstam á Nesvellinum – aðstoð óskast

Nesklúbburinn

Kæru félagsmenn,

Eins og fram hefur komið mun Annika Sörenstam, einn sigursælasti kylfingur allra tíma vera með golfsýningu á Nesvellinum mánudaginn 11. júní næstkomandi.  

Það er mikill heiður fyrir Nesklúbbinn að vera boðið að halda slíkan stórviðburð.  Takmarkið að sjálfsögðu að gera það vel eins og alltaf en til þess þurfa margir að koma að. Nú vantar okkur fyrst og fremst sjálfboðaliða til þess að setja upp áhorfendastúku og afmarka sýningarsvæðið en það verður gert um næstu helgi, nánari tímasetning kemur þegar nær dregur.

Á mánudaginn þarf aðstoð á bilinu 20 – 30 félagsmanna í gæslu á svæðinu.  Gera má ráð fyrir að það standi yfir frá kl. 10.00 – 13.30.

Margar hendur vinna létt verk og við leitum því til ykkar kæru félagsmenn að leggja klúbbnum ykkar lið og eru þeir sem hafa tök á að aðstoða við þetta verkefni beðnir um að senda tölvupóst á nkgolf@nkgolf.is.