Frábær föstudagur framundan…Jónsmessan og landsleikurinn

Nesklúbburinn

FÖSTUDAGINN 22. JÚNÍ.

Það verður stórskemmtun á Nesvellinum föstudaginn 22. Júní.  Fyrst er það landsleikur Íslands og Nígeríu og svo Jónsmessumótið í beinu framhaldi

 Hið bráðskemmtilega Jónsmessumót verður haldið föstudaginn 22. júní nk. Í framhaldi af Landsleik Íslands og Nígerí. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni í golfskálanum og svo í framhaldinu förum við í 9 holu golfmót. 

Í þessu móti er það hvorki getan né metnaðurinn sem ræður ríkjum heldur er það gleðin og góða skapið því þetta er bara gaman. Ræst verður út af öllum teigum kl. 18.30.

Leikið verður eftir texas-scramble fyrirkomulagi á léttu nótunum þar sem margt verður brallað, m.a. afbrigðilegar holustaðsetningar, nándarverðlaun á  9. braut,

lukku-púttholan og margt, margt fleira.

Að sjálfsögðu verður búningakeppni eins og venjulega og  þemað í ár er: hvítt, blátt og rautt í tilefni af þátttöku Íslenska landsliðsins í Knattspyrnu á HM.

Að móti loknu verður svo standandi veisluhlaðborð.

Þetta verður bara gaman og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta.

Skráning fer fram á töflunni í golfskálanum og lýkur fimmtudaginn 21. júní kl. 21.00

Aldurstakmark í Jónsmessumótið og mat er 20 ára

Mót og matur = kr. 5.000

Aðeins mót = kr. 4.000

Aðeins matur = kr. 5.000